Heyriði ég er í einhverju djöfulsins koxi með þetta.
Það er ekkert mál að græja nýja patchið en ég bara get ekki græjað þannig að það sem ég breyti í editornum fari í gang.

Ég geri nýtt save og svona en það breytist samt ekki neitt.
Og þegar ég fer í New Game þá get ég ekki valið neitt nema bara database size og eitthvað þannig.

Þegar ég fer í editorinn þá byrja ég bara á því að fara í load database því það er það eina sem er hægt að gera.

Svo þá breytti ég pínu bara til að prófa. Lét einhvern Abdulla í Watford en hann var í West Ham. Svo fer ég bara í save as og seivaði þetta og svo bara exit.
Það gerðist samt ekki neitt.

Svo prófaði ég að gera þetta aftur en áður en ég seivaði þá fór ég í Merge dæmið þarna og svo í save-as en það er alveg sama hvað ég geri, það breytist aldrei neitt.

Og svo er ég búinn að leita útum allt í preferences og öllu að einhverju sem ég get valið hvaða database ég nota en ég finn ekki neitt og það er alveg að gera mig illa pirraðann.

Getur einhver hjálpað mér aðeins með þetta?
Ég hef aldrei lent í svona rugli áður og það hefur aldrei verið neitt vandamál með að fá þetta til að virka hjá mér í öllum hinum leikjunum.

Bætt við 7. nóvember 2009 - 19:12
Ég er búinn að google núna og það eru fleiri með þetta vandamál. Það á að koma upp valmöguleiki fyrir hvaða database maður notar þegar maður fer í New game en það bara kemur ekki upp hjá mér.
Ég veit ekki hvaða helvítis rugl þetta er en þetta er illa pirrandi.

Vitiði hvort það sé hægt að færa bara það sem maður seivar í editornum inní einhverja aðra möppu þannig að breytingarnar sem maður gerir komi þegar maður startar nýju save-i?

Plís einhver að hjálpa mér ef þið getið.