Núna þegar það styttist sífellt í leikinn (Og demóið reyndar komið út)þá hef ég hugsað talsvert um það hvaða liði ég byrja á að stjórna. Akkúrat núna eru þrjú lið sem ég er heitastur fyrir:
AFC Wimbledon
Liðið sem SI auglýsir hjá eins og flestir ættu að kannast við. Komust upp í Blue Square Premier í fyrsta skipti á síðasta tímabili og eru þegar þetta er skrifað í 6 sæti með 26 stig, 13 stigum á eftir toppliðinu.
Deportivo Alavés
Lið sem fór mikinn í upphafi 10. áratugarins en síðan hefur heldur hallað undan fæti og liðið hóf yfirstandandi tímabil í þriðju efstu deild á Spáni eftir fall á því síðasta. Spurning hvort ég ég sé ekki maður í að rífa þetta upp eða þá hvort ég sé kelling(Ekkert diss Jessalyn!)
Wycombe Wanderers
Lið sem ég hef haft nokkra þráhyggju fyrir eftir að þeir komust í undanúrslit í FA Cup árið 2001 og töpuðu naumlega gegn Liverpool. Hafandi unnið allt sem hægt er með þessu liði í hverjum einasta CM/FM leik frá því 01/02 verður það bara af gömlum vana að ég tek á einhverjum tímapunkti við þeim.
Svo bara í lokin vil ég bæta því við að ég er alveg hættur að geta stýrt liðum sem ég held með í manager…hrákablautir tölvuskjáir, brotnar mýs og eitt stykki brotið rúm eru til marks um það -_-.
Bætt við 16. október 2009 - 02:02
*Fyrsta…