1. TímabiliðEkki miklar peningar í byrjun, fékk aðeins 5M til
leikmannakaupa svo það var erfitt að styrkja hópinn eitthvað mikið. Nokkrir leikmenn samþykktu launalækkun til að halda wage budget niðri en Totti var ekki mjög samvinnuþýður þar. Seldi engan merkilegan en fékk að lokum Milevskyi fyrir 8M á
raðgreiðslu til 24 mánaða. Komst svo að því eftir á að hann var ekki gjaldgengur hjá mér í Meistaradeildinni þar sem hann var búinn að spila með Dinamo Kiev í forkeppninni, frekar svekkjandi.
Notaði ýmist 4-4-2 eða 4-2-3-1 eftir því hverjir voru heilir en það var ekki spar á meiðslum, sérstaklega hjá Aquilani. Erfitt að koma leikmenn aftur í form þegar það er ekki til varaliðadeild.
Byrjaði tímabilinu á því að stela
Super Cup í uppbótartíma. Vorum ekki mjög góðir í
Meistaradeildinni og duttum út í
16 liða á móti Barcelona á útimarki. Enduðum þó tímabilinu á því að vinna
bikarinn og
deildina. Við Rómverjar, Juve og Inter vorum í sérflokki og baráttan var hrikalega jöfn eftir 30 umferðir en við náðum að sigla fram úr í lokin.
Tölfræðin úr deildinniDe Rossi var alveg
ótrúlegur. Markahæstur ásamt Milevskyi með 17 mörk, oftast Man of the Match eða 6 sinnum (ásamt Montolivo). Svo var hann náttla með hæsta Average Rating 7,48 en spilaði þó aðeins 25(4) leikir. Mexès spilaði aftur á móti 32 leikir og endaði með 7,30. Að lokum var Totti með flestar stoðsendingar, 14 stykki.