Kristinn Magnússon úr KR hefur alltaf reynst mér vel í 1. deildinni í FM. Sömuleiðis nafni hann Hafliðason. Hef aldrei náð að negla hann sjálfur, en hef tvisvar séð Gumma Ben fara fyrir slikk í 1.deildarlið í ‘08 leiknum. Pétur Markan reyndist mér vel bæði í ’06 og ‘08, en er sennilega ófáanlegur í 1.deildarlið í ’09, enda fastamaður í Úrvalsdeildarliði ef þú byrjar á ‘08 og trúlegast samningsbundinn tímabilið ’09. Gunnar Valur Fjölnismann hef ég líka notað, en aftur sennilega ófáanlegur í 1.deildina í '09. Ásgeir Þór Ingólfsson úr Haukum verður líka fantagóður, en ekki víst að hann sé tilbúinn í toppbaráttuna strax í upphafi leiks ..
Annars bara vera vakandi fyrir eldri mönnum sem ekki eru að fá spilatíma í efstu deild, sem og að fá unga stráka á láni þaðan sem ekki eru orðnir 100% klárir í slaginn í úrvalsdeildinni. Byrja svo tímanlega undir lok tímabils að undirbúa það næsta og þefa uppi menn sem eru enn ekki búnir að semja við sín lið, flest ef ekki öll mín bestu “kaup” hafa verið pre-contracts þegar enn eru nokkir leikir eftir, sérstaklega úr liðum sem féllu óvænt úr úrvalsdeildinni.