mig langaði bara til þess að spyrja til hvers í andskotanum var settur inn í leikinn sá möguleiki að sekta menn af engri ástæðu (no reason)? þessi takki er tilgangslaus og bara til vandræða. t.d. var ég rétt í þessu að sekta mann fyrir að hafa lamið leikmann í liðinu sem ég var að spila á móti. ég var kannski að flýta mér of mikið og gleymdi að setja ástæðuna á “unprofessional behavior” þannig að hann fékk semsagt sekt af engri ástæðu.
afhverju er þessi möguleiki þarna? þjónar hann einhverjum tilgangi? ef maður vill gera leikmennina fúla þá sektar maður þá bara fyrir eitthvað annað.

ég vildi líka spyrja fyrir hvað hinir valmöguleikarnir væru. ég veit alveg fyrir hvað unprofessional behavior og poor performance er og ég get gert mér í hugarlund hvað dissmissal in prior match er en til hvers er hægt að sekta menn fyrir violent behavior þegar maður sektar menn yfirleitt fyrir unprofessional behavior þegar þeir fá rautt spjald? er það þarna svo að maður geti sektað menn ef þeir eru alltaf að ráðast á fólk eða….?<br><br>——————————

ruglubulli 2001
,,allar alhæfingar eru slæmar"
——————————