Ég lenti í því stórskrítna atviki núna fyrir stuttu að ég keypti Marquinhos frá Palmeiras á 15 milljónir, á að vera mjög góður leikmaður, en síðan þegar ég fékk hann í liðið mitt virðist hann ekki vera með atvinnuleyfi (work permit).
Þetta lýsir sér þannig að þar sem upplýsingar um menn svo sem wnt (wanted) og inj (injured) er vanalega stendur bara wp (work permit) og ég get ekki teflt honum fram. Það fyndna er er að hann er núna farinn að væla yfir því að fá ekki að spila í byrjunarliðinu. Hefur einhver lent í þessu? Hvað á ég að gera? Get ég gert eitthvað?
Þess má geta að þetta er í Football Manager 2009.
Fyrirfram þakkir, Arsenal aðdáandi.
Bætt við 15. apríl 2009 - 18:55
Núna var ég að fatta eitt…
Svo virðist vera að ég hafi getað signað leikmanninn en einungis til að lána til annarra liða. Til hvers í andskotanum ætti maður að gera það? Ég var greinlega aðeins of fljótur á mér að signa hann.