Hérna ætla ég að birta lista með góðum markmönnum í FM 09. Ef áhugi er fyrir get ég líka sett saman lista með góðum leikmönnum í hverri stöðu fyrir sig.(Öll verð eru í pundum)
Juan Castillo: 30 ára gamall fra Úrugvæ og spilar með Botafogo. Hægt að kaupa hann á 650k sem hlægilegt verð miðað við hvað hann er góður. Helsti galli er að það getur tekið hann svona sirka 12-18 leiki að aðlagast ensku deildinni. Hann fær yfirleitt atvinnuleyfi.
Victor: 25 ára gamall frá Brasilíu og spilar með Gremio. Virkilega sterk fjárfesting enn það hægt að fá hann á rúm 900k sem er frekar lítið fyrir markman af hans kaliberi. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi fyrir hann enn ekki ómögulegt.
Vincent Enyeama: 25 ára gamall frá Nigeríu og spilar með Hapoel Tel-Aviv. Mjög góður markmaður sem á það samt til að gera klaufamistök inn á milli. Er fáanlegur fyrir sirka 1,5m. Hann fær undartekningar laust atvinnuleyfi.
Diego Benaglio: 24 ára gamall frá Sviss og spilar með Wolfsburg. Mjög mikið efni enn hægt er að fá hann á 2m og getur verðmiðinn á honum sexfaldast eftir fyrsta tímabilið. Hann þarf ekki atvinnuleyfi.
Markus Miller: 26 ára gamall þjóðverji sem spilar með Karlsruhe. Sæmilega góður markmaður enn samt aldrei meira enn varamarkmaður hjá risa klúbbum eins og Real Madrid og Man Utd. Hann er fáanlegur fyrir 4m. Þarf ekki atvinnuleyfi.
Stipe Pletikosa: 29 ára gamall Króati sem spilar með Spartak Moscow. Fínn markmaður og er fáanlegur í minni liðinn í Ensku úrvalsdeildinni. Verðmiðinn er yfirleitt í kringum 2,8m - 3,5m. Hann fær undartekningarlaust atvinnuleyfi.
Miguel Ángel Moyá: 24 ára gamall spánnverji og spilar hann með Mallorca. Hentar vel á milli stanganna fyrir meðal stórt lið á uppleið. Fáanlegur á sirka 6m. Þarf ekki atvinnuleyfi.
Robinson Zapata: 29 ára gamall Kólembíu búi og spilar með Steaua Bucharest. Virkilega góður í spænsku deildinni. Mjög misjafnt hvað er hægt að fá hann á enn það getur verið frá 1m og allt upp í 5m. Hann fær oft atvinnuleyfi enn samt ekki alltaf.
Sébastien Frey: 28 ára gamall Ítali og spilar með Fiorentina. Hann er eiginlega bestu kaupinn ef þú ert stórlið og vantar byrjunarliðs markmann. Hann er fáanlegur á sirka 10m og er til dæmis miklu ódýrari og betri enn Igor Akinfeev en Akinfeev er bara miklu yngri og á eftir að ná Frey í getu eftir tvö tímabil. Þarf ekki atvinnuleyfi.
ATH: Verðmiðinn sem ég set á leikmenina er ekki 100% prósent öruggur og mæli ég eindregið með því að byrja á að bjóða lítið og bæta svo við sig eða bara spurja beint hvað liðið vill fá fyrir leikmanninn (Enquiry).