á fimmtu mínútu leiksins sleppur Aquilani einn í gegn nema hvað að Bovo ákveður réttilega að elta Aquilani og brjóta á honum löppina þegar að markteig var komið, Aquilani fór meiddur af velli en Rizzoli sá ekki ástæðu til þess að gefa mér aukaspyrnu né spjalda kauða. Það var þegar lyklaborðið mitt fékk að kenna svona rétt á því.
á sjöttu mínútu sleppur totti í gegn og skorar réttilega ágætt mark en þá dæmir Rizzoli Di Natale rangstæðan en hann kom aldrei við sögu í þessu marki enda ekki nálægt boltanum.. ókei ókei á þessum tímapunkti var ég ekki par sáttur en meira átti eftir að ske.
á 18 mínútu tæklar Demichelis hinn smáa Miccoli og fær að líta rauða spjaldið sem var furðuleg ákvörðun þar sem Miccoli stóð strax aftur upp og Demichelis var ekki að stöðva neina skyndisókn eða brjóta af sér gróflega svo að leikmennirnir mínir fara að mótmæla. Það endar með því að Juan og Panucci fá að líta gula spjaldið fyrir mótmæli og Riise að líta það rauða fyrir að kýla Marco Amelia markmann Palermo í andlitið, besta er að Panucci fær svo að líta sitt annað gula spjald fyrir meiri mótmæli…. frábært
Palermo taka að sjálfsögðu öll völd á vellinum og ná að skora ágætt mark sem var svosum á leiðinni. en þá sleppur Di Natale inn fyrir vörn Palermo og er já réttilega dæmdur rangstæður en NEI.. hann fær að líta gula spjaldið fyrir að vera rangstæður. Á þessum tímapunkti var lyklaborðið mitt ónýtt og ég þurfti að rölta inn í geymslu og ná í nýtt.
Síðan kemur hálfleikur og ég skamma leikmennina mína fyrir eithvað sem ég skil ekki sjálfur.
Roma fara öflugir inn í leikinn og ná að skora flott skallamark sem er dæmt síðan af okkur vegna þess að Totti sem stóð við hliðina á Vucinic ýtti á bakið á varnarmanni sem kom hvergi við sögu í þessu marki.
en það kom ekki að sök því að Palermo skoruðu 2 mörk í viðbót og unnu 3-0..
Annaðhvort er svona kjaftæði að koma fyrir mig eða ég vinn leiki 3-2 og andstæðingurinn á 2 skot á ramman en ég 10..
eruð þið að lenda í svipuðu kjaftæði?
Bætt við 19. nóvember 2008 - 22:25
og já toppurinn er að Rizzoli had an excellent game þegar leikurinn og dómgæsla voru gerð upp…..
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA