Þessi leikur er svo útúrskitinn af villum að þetta er nær óspilandi. Var ég að borga tæpar 7 þúsund krónur fyrir vöru sem hefði átt að vera í framleiðslu í góða 2-3 mánuði í viðbót?
Hvað í andkostanum varð um gömlu góðu regluna: “Tölvuleikir eiga að koma út TILBÚNIR”? Ég á allavega ekki að þurfa að bíða eftir patch'i til að geta byrjað að spila þetta skemmdarverk.
Í mínum FYRSTA deildarleik í mínu fyrsta save'i (með Queens Park Rangers) einhverjum 2-3 klukkutímum eftir að hafa keypt tölvuleikinn með mínum eigin þúsundköllum lenti ég í svo miklu andskotans kjaftæði að ég var næstum því búinn að stinga úr mér annað augað með penna.
Ok, þetta var minn fyrsti leikur… Q.P.R á móti Watford. Leikurinn tapaðist 3 - 0 en hvernig það gerðist er eitthvað mesta rugl sem ég hef upplifað.
Tommy Smith (leikmaður Watford) tekur boltann fyrir utan teig og lætur vaða. Radek Cerny í markinu skutlar sér, missir af boltanum og hann fer í stöngina og út. Boltinn rúllar hægt og rólega út þar sem Damien Delaney tekur við honum, og O.K. reynið að skilja þetta, þetta er frekar flókið… Delaney rekur óvart boltann Í Radek Cerny sem er ENNÞÁ liggjandi á jörðinni eftir að hafa skutlað sér á eftir boltanum 9 sekúndum áður. Boltinn fer í Cerny og rúllar til hliðar þannig að Delaney ákveður að HÆTTA að elta boltann og byrjar að hlaupa í GAGNSTÆÐA ÁTT, þá kemur Tommy Smith (framherji Watford) og tekur boltann og rúllar honum í autt markið. Á meðan liggur Cerny ENNÞÁ Á RASSGATINU eftir að hafa skutlað sér eftir bolta 16 sekúndum áður. Og nei, hann meiddist ekki.
Skemmtilegt? Þetta var bara byrjunin.
Ég ætla reyndar ekkert að skíta yfir annað markið (sem Carlton Cole skoraði) - Það var “eðilegt” mark.
En þá kemur þriðja markið við sögu… Og ef það er ekki eitthvað helvítis Poltergeist shit þá er ég orðinn geðbilaður munkur. Þetta er svo ALVARLEGA mesta kjaftæði sem ég hef nokkurn tíman séð, að ég varð að taka skjáskot af þessu… http://i35.tinypic.com/350t895.jpg
Horfði á þetta og farið að gráta. Það kom hár bolti frá miðjumanni Watford, alltof langur fyrir sóknarmanninn og Radek Cerny hleypur til hliðar frá marki sínu til að grípa hann… Einfalt ekki satt? Haha….
Hann hleypur meðfram endalínunni þangað til að hann stendur andspænis boltanum og grýpur hann? Rangt. Hann SNÝR SÉR VIÐ SVO HANN SNÚI BAKINU Í BOLTANN gerir “Grípa bolta” animation'ið nema að hann er auðvitað að grípa í tómt loftið… Á MEÐAN lendir boltinn í BAKINU á honum og skoppar út í teig… ALLIR varnarmenn mínir (Q.P.R) standa grafkyrrir á meðan McAnuff kemur hlaupandi, rennir boltanum fyrir autt markið þar sem Smith skorar örugglega.
Annaðhvort er þessi leikur böggaður til tunglsins eða Radek Cerny er með Preferred Move sem er “Act like a retard”.