Ég er kominn langt með fyrsta seasonið með Liverpool. Tók eftir því að allir leikmennirnir sem að þeir fengu til sín fyrir tímabilið eru töluvert betri heldur en í 08. Dossena, Riera, Degen og jafnvel Keane.
Keypti Mathias Jörgensen (18 ára dc) frá FCK á 2,3m og hann er búinn að bæta sig þvílíkt mikið og er mjög efnilegur. Einnig er Marcelo búinn að vera geðveikur hjá mér í vinstri bak og hefur eignað sér stöðuna.
Omafemi Martins er markahæstur í deildinni hjá mér og ég hef heyrt frá öðrum að hann sé að standa sig vel hjá þeim. Keane er ekki búinn að standa sig hjá mér og er bara back-up fyrir Torres núna. Keypti líka Maxi Rodriguez og hann er búinn að vera frekar slakur í deildinni en brillerar í meistardeildinni. Lucas er búinn að koma mér mjög mikið á óvart og er orðinn á undan Mascherano í goggunarröðinni og Degen er líka búinn að vera rosalegur. Kuyt, Gerrard, Torres búnir að vera lang bestu mennirnir mínir sem að kemur kannski alls ekki á óvart.
Bætt við 15. nóvember 2008 - 21:02
Riera einnig búinn að vera mjög góður.
Í sambandi við unga gullmola þá eru það eiginlega bara þeir sömu í 08. Allavega miðað við það sem að ég hef séð. Eina sem að hefur breyst er að það er miklu erfiðara að fá þá - bæði dýrari og samningakröfur meiri.
Davide Santon hjá Inter er rosalegur og ég fékk hann til mín á 6millur.