Hef ekkert á móti þessum leik, það sem ég hef séð allavega, jújú það er eitthvað meiðslabug, Evra meiddist í 2 vikur, svo 1 viku og svo 6 mánuði núna, Rooney í 1 mánuð og svo 2, Berbatov meiddur í 2 mánuði, Nani og Giggs meiðast í 1 viku, koma aftur og meiðast strax, og svo er Carrick að meiðast í hverjum leik.
Vonandi eitthvða sem þeir laga þegar leikurinn kemur út, annars er ég nokkuð sáttur, vona samt að í leiknum verður stúka á vellinum, frekar fáránlegt að hafa svona tóman völl þar sem leikmennirnir labba í gegnum auglýsingaskiltin er þeir taka hornspyrnur.
Ég elska blaðamannafundina, fékk einhverjar 5 spurningar í röð frá blaðamanni frá News of the World eða eitthvað álíka, hann spurði alltaf hvað mér fannst um meiðsl hjá nýjum leikmanni í hópnum mínum, fyrst svaraði ég að ég væri ekki tilbúinn að commenta á meiðslin, svo sagði ég no comment, og hann spurði aftur og aftur og í 5. skiptið gerði ég storm out. Svo kom hjá mér “Manthing stormed out of the press conference after being repeatedly asked the same question” eða eitthvað álíka. Algjör snilld.
Þetta taktík dót er eitthvað sem maður gætu þurft að venjast, að geta bara látið menn hlaupa upp og niður og það með 1 línu, ekki margar eins og í gömlu leikjunum, ég mun þurfa að venjast þessu þar sem é spilaði oft 5-3-2 og lét bakverðina hlaupa langt upp.
Bíð spenntur eftir leiknum 14. nóv.