Ég var að pæla hvort einhverjir hafi lent í því að leikmenn hjá þeim fái mjög löng leikbönn. Ég var í CM 01/02 í gær með Juve. Keypti Camoranesi áður en seinni félagaskiptagluggin á Ítalíu lokaði, og hann byrjaði bara ágætlega.
Svo kom leikur á móti Bologna. Í stöðunni 2-0 fyrir mér fær hann rautt. Ég var með commentary á hröðustu stillingu því ég nenni yfirleitt ekkert að lesa þetta, og eftir leik appealaði ég þessu eins leiks banni sem hann átti að fá, en fékk svo bara þau svör að þetta hafi verið réttur dómur, og ætlaði svo ekkert að pæla í þessu meir.
En kemur þá ekki eins og skrattinn úr sauðaleggnum frétt um að hann hafi fengið 7 leikja bann í viðbót!! Þá fyrst ákvað ég að lesa leikskýrsluna, og skildi þá loksins af hverju hann hafði fengið rautt fyrir það fyrsta…helvítið hafði kýlt andstæðing í andlitið eftir að hafa klúðrað færi… 8 leikja bann því niðurstaðan.
En hafa ekki einhverjir séð lengri bönn en þetta?