Settu hann inn í tölvuna (þannig að logoið hans komi upp á desktopinu), hægri smelltu á logoið, veldu properties, farðu í Compatibility flipann, í Compatibility mode krossarðu við ‘Run this program in compatibility mode for:’ reitinn og velur það sem hentar leiknum best. Þannig breytist spilun leiksins úr einu stýrikerfi yfir í annað og leikurinn spilast eins og hann gerði í annari tölvu með t.d. Windows ‘95, ’98 eða '2000. Ég er búinn að prófa þetta með leik sem að bróðir minn á, Glói Geimvera fyrir Windows XP stýrikerfið og þetta svínvirkar.