Finndu launahæstu mennina þína. Ef þeir eru ekki MJÖG góðir, reyndu þá að semja við þá aftur, og endilega hækka við þá bónusana, en lækka við þá launin, og ekki gefa þeim signing on fees (í venjulegum leik hjá mér, og ég hef háa bónusa, þá eru bónusgreiðslur varla 1% af heildarlaunagreiðslum).
Þá sem ekki vilja samþykkja svona samninga seturðu á sölulista og reynir að losna við þá eins fljótt og hægt er (ef enginn sýnir áhuga þá tekurðu þá af lista, lækkar verðið, og setur þá svo aftur á sölulista.) Síðan ertu líklega með fullt af leikmönnum sem þó notar lítið sem ekkert, selja þá eða semja við þá uppá nýtt fyrir lægri laun.
Og ef þér líst ekki á þessar leiðir eða þetta virkar ekki, þá er bráðnauðsynlegt fyrir þig að komast langt í bikarkeppnunum (til að fá meiri pening) og að ná upp um deildir hratt. :)