já, eins og þið hafið ekkert að gera nema refresha og bíða eftir einhverjum hellvítis myndum.. okei allt í lagi að gera kork um þetta en fjandinn hafi það tuðið í ykkur með 3 korka um að skipta um myndir og eitthvað
Hvernig skilgreinir þú “að sinna þessu áhugamáli”?
Því ég tel mig gera það. Ég hef séð um þetta áhugamál í ein fimm ár þannig að ég tel mig hafa yfirgripsmeiri þekkingu um þessi mál heldur en þú.
Ég hef engar greinar að samþykkja því enginn sendir þær inn. Ég er búin að reyna að halda sögusamkeppnir og challenge nokkrum sinnum á þessum fimm árum sem ég hef verið hér en það er aldrei næg þátttaka í svoleiðis keppnum þannig að ég er búin að gefast upp nema ákveðinn stór hópur lýsir formlega yfir áhuga sínum. Myndirnar eru samþykktar á 2-3 daga fresti svo þær fái að njóta sín á forsíðunni.
Í framtíðinni þá væri vel þegið ef það yrði nóg að halda sömu umræðunum í einum korki, algjör óþarfi og bara leiðinlegt að spamma umræðurborðið svona.
Endilega ef þið eruð með einhverjar hugmyndir að nýjungum þá komið þeim á framfæri til mín, ég er meira en lítið til í að skoða allt sem mér berst. Það gerir ekkert gagn að hrúga fleiri stjórnendum hingað.
ok, ég er ekkert að segja að enginn sé að sinna þessari síðu, ég er bara að tala um myndirnar, myndir í bið 11, og það er búið að vera eitthvað lengi myndir í bið 9, þær voru svona viku eða eitthvað, allt annað er fínt þessar greinar og það , er bara að tala um myndirna
Hvernig væri þá að nefna það sem þú ert virkilega að tala um í upphafsinnlegginu?
Myndirnar eru samþykktar á 2-3 daga fresti, alveg sama hvort það séu 10 eða 100 myndir í bið, og bludgeon sér um þær. Hann var að flytja og var ekki með netið í nokkra daga (sem ég vissi ekki af því hann gat ekki látið mig vita) þannig að myndirnar voru stopp í nokkra daga.
Þetta erum við áður búin að taka fram á áhugamálinu og biðjumst afsökunar.
Mér finnst að fleiri myndir mættu koma inn, mynd á dag eða halda sig við þetta tvisvar á dag, alltof oft kemur fyrir að það gleymist…
Einnig finnst mér að það mætti lífga upp á einhverja kubba, ég gæti t.d. tekið að mér Draumaliðið mitt sem var einu sinni í gangi hérna. Leikmaður vikunnar mætti koma inn og öðru hvoru væri hægt að skella inn almennilegu challengi. Og hvað með greina/sögukeppni? Er það bannað?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..