Ég var að spá. Þegar maður er búinn að vera kannski 5-6 tímabil og ná góðum árangri, mjög góðum, t.d. vinna deildina nokkrum sinnum og meistaradeildina og fleira þá eru oft önnur lið sem vilja fá mann en svo ef maður ákveður að hætta með liðið sitt og bara hætta þar, ekki til að taka við neinu öðru liði þá finnst mér alltaf vera voðalega mikið mál að fá starf hjá öðrum liðum, jafnvel mun minni og lélegri liðum en maður var að þjálfa. Lendið þið eitthvað í þessu? Mjög létt að fá starf þegar maður er í starfi en svo þegar maður er hættur þá er það svakalega mikið mál.