Jeg er sammála þeim sem að eru hlynntir þessu. Þeir sem að vilja ekki hafa þetta taka þetta bara af en sjálfur hef jeg þetta ætíð á. Það er nefnilega svo, að þó svo að það geti verið pirrandi að sjá ekki tölurnar, og þá sérstaklega hjá yngri leikmönnunum, er gleðin öllu yfirsterkari þegar að það kemur í ljós að þú hafir dottið í lukkupottinn. Dæmi: Ég scoutaði Labinot Harbuzi hjá Malmö og fann út, að hann verður einn sá besti í leiknum. Þegar að ég sá tölurnar gladdist ég yfir afreki mínu, en ef að ég hefði séð tölur hans strax í byrjun, hefði það ekki orðið jafn merkilegt