Jæja.. í 2 daga og nokkra klukkutíma (samtals) hef ég verið að stjórna Peterbourough.. Ég byrjaði í Coca Cola Leauge 2, var spáð áttunda sæti en ég tók deildina og rústaði henni!
Svo næsta season var mér spáð 18 sæti en ég kom liðinu í 6. sæti, fór í Playoff en tapaði þar naumlega fyrir Leyton Orient..
Síðan eftir þetta ákveður stjórnin að sleppa því að bjóða mér nýjan samning! Ég skil ekki af hverju.. flestir leikmennirnir voru í “góðu skapi” nema þeir sem voru í varaliðinu og ég hafði engin not fyrir, fárhagurinn var mjög góður miðað við lið í Coca Cola Leauge 1 (5mill í plús) og liðið var á hraðleið upp í Championship deildina!
Hafið þið lent í svona kjaftæði?