Ég lauk við mitt þriðja tímabil sem Ipswich í FM08 í gær og hefur gengið bara verið nokkuð gott.
07/08 = 4. sæti í Championship (tapaði í undanúrslitum umspilsins)
08/09 = 1. sæti í Championship
09/10 = 16. sæti í Premier Division
Í fyrsta lagi, vertu duglegur að nota Danny Haynes. Drengurinn skorar grimmt í Champ. en er þó ekki alveg jafn sprækur í Premier. Ekki spila stutt, notaðu langa bolta og þéttu varnarleikinn. Vertu með DM, sérstaklega á móti sterkum liðum. Svosem ýmislegt sem þú getur gert, en James Wesolowski er búinn að vera mér gríðarlega mikilvægur öll þrjú tímabilin og ég fékk hann á klink. Einnig keypti ég Nani í byrjun þriðja tímabils á 2.7 milljónir og hann var að brillera.