Nr. 1: Athugaðu að leikmaðurinn sé með gott stamia. Aldrei undir 10 og helst 14 og yfir. Þegar þú leikur 46 leiki á tímabilinu, oft 2-3 í viku þá er þetta bara lykilatriði.
Nr. 2: Sóknarsinnaðir miðjumenn með strength og balance undir 10 eru nánst gagnlausir í deildinni (nema þeir séu með suddalegan hraða), þeir eru bombaðir niður af enskum miðjumönnum.
Nr. 3: Horfðu frekar á mentaltölurnar hjá mönnunum en hvort þeir séu teknískir.
Nr. 4: Breskir leikmenn henta því miður oftast miklu betur en aðrir. Skandinavískir leikmenn eru oft góðir og ódýrir en eru sjaldnast nógu sterkir eða hafa nægilega gott stamia.
Nr 5: Hafðu a.m.k einn striker sem er með heading yfir 15. Deildin byggist mikið á að dæla boltum í teginn.
Hér eru nokkrir leikmenn sem ég mæli með í Coca Cola Championship:
James Fowler. 26 ára. Kostar c.a. 250k.
Skoskur, vinnusamur, stabíll. Engar glæislegar tölur en hann kemur til að með að koma þér á óvart.
Colin Nish. 28 ára. Kostar undir 50k
Sterkur, góður skallari, Finisher. Kemur til með að pota nokkrum inn í netið.
Mika Aaritalo. 22 ára. Kostar frá 50k til 250k.
Algjör gullmoli. Þú þarft að bjóða honum góðan samning til að hann komi því FC Köbenhavn vill hann líka… Verður einn af betri mönnunum í deildinni.
Kenny Pavey. 28 ára. Kostar ekki meira en 150k.
Skrýtið að finna tjalla sem spilar í Svíðþjóð. Góð kaup, bíddu smá og bjóddu ekki meira en 100k og þrættu við þá upp í 150k. Þú sérð ekki eftir því að kaupa hann.
Joseph Ndo. Kostar lítið c.a. 50k
Einn í viðbót frá skotlandi.
David Thompson. Frír
Bjóddu honum góðan samning.
Kleberson. Frír.
Ég hef séð hann fara til liðs í Coca Cola, en þú þarft að bjóða honum allt sem þú átt (ekki minna en 8,000 í laun + bónusa). Síðan má deila um það hvort hann sé þess virði…
Annars er skotland besti staðurinn til að leita að góðum leikmönnum í þessa deild.
Ef þú ætlar að kaupa enska leikmenn vertu þá ekki hissa að þú þurfir að borga yfirverð fyrir þá.
Vona að þetta hafi verið að notum.
Nobody puts Baby in the corner!