Ég er einmitt að því sama. Fyrsta leiktíð er hálfnuð hjá mér og ég hef fengið tvo menn í hópinn, þá Davoe Suker og Kik Kallström. Ég seldi einhverja fjóra leikmenn, Mikael Hansson, Wayne Thomas, David Rowson og Dean Crowe. Það skilaði samtals £1m í kassan og fyrir það gat ég keypt Kim Kallström. Einnig fékk ég Jason McAteer lánaðan og hann er að standa sig ágætlega. Einnig fékk ég Keith Gillespie lánaðan en hann var ekki að standa sig svo að ég sendi hann heim eftir tíu leiki. Svo fékk ég Jonathan Macken lánaðan frá Preston en henn stóð sig ekki heldur svo að hann fór sömu leið og Gillespie.
Ég er sem stendur í 3. sæti en það fyrsta sem ég tók eftir með þessa deild er hvað það er lítill munur á sætum. Maður er kannski í 3. sæti en tapar svo leik og er kominn í 8. sæti. Svaka keppni. En þetta er gaman.
Segðu mér endilega meira frá þínu savei.<br><br>——————————
<a href="
http://kasmir.hugi.is/Hvati“ target=”_blank">Tékkaðu á síðunni minni…</a