Víst er það svindl. Leikurinn býður ekki upp á það þannig að þú þarft sérstakt forrit til að gera það. Má samt alveg gera það mín vegna. Ég gerði það fyrir nokkrum árum en núna er scouting kerfið gott í leiknum þannig að það er óþarfi. Svo finnst mér það líka gera leikinn leiðinlegri.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”
Í rauninni er það svindl, þú ert með njósnara sem þú getur látið fylgjast með mönnunum og dæmt til um þessa hluti, en hversu vel þú færð það út er eftir gæðum njósnaranna, sem gerir þetta ennþá raunverulegra. En það er þitt mál hvernig þú spilar leikinn.
FMM er svindl, sama hvað þið segið. Ef það hefði fylgt Football Manager 2008 þá væri það ekki svindl en þú þarft að dla því sér og það er ekkert um það á heimasíðu football manager, nema þá fólk að segja að það sé svindl.
Það er einfaldlega allt of létt að spila FM 2008 með þetta FMM forrit, það gerir leikinn leiðinlegri og auðveldari. Ef maður vinnur eitthvað með þessu FMM þá getur maður varla verið stoltur yfir því.
Já, æji mér finnst þetta samt bara svo ómerkilegt, það að vinna Meistaradeildina, úrvalsdeildina og bikarin á sama tímabili er ekki afrek, jafnvel þó hafa gert það með Kettering Town.
Allt sem maður hefur eytt rosalega miklum tíma í og eftir á áunnið eitthvað í því er til að vera stoltur af. Allur góður árangur ætti að gera mann stoltann. Sá árangur ætti að vinnast með því að þurfa að nota heilann og taka réttar ákvarðarnir á réttum tímum, en ekki bara velja einhverja menn í liðið og hamast á continue takkanum og vinna allt afþví maður er að svindla.
Editor fylgir FM 2008. Er þá ekki svindl að nota hann áður en maður býr til save og gera liðið sitt að ríku liði með mun betri leikmenn en það sem leikurinn sjálfur býður upp á?
Skv. þér er það ekki svindl því editorinn fylgir leiknum.
Þú ert fyndinn. Ertu virkilega að segja að það sé ekki svindl að gera Þór Akureyri að brjálað ríkum klúbb og setja Thierry Henry í liðið svo lengi sem maður notar Pre-Game Editorinn sem fylgir leiknum? Frábært !
En svo ef ég myndi hins vegar byrja save án þess að hafa notað Editorinn og taka við Þór og fara svo í Save Game Editorinn minn og gera Þór að ríkasta liði Evrópu og gera Theirry Henry sjálfan að fyrirliða liðsins þá fyrst er ég farinn að svindla. Snilld.
Það er bara allt í lagi að nota editora finnst mér, það fer eftir því hvernig þú notar þá finnst mér hvort það flokkist sem svindl eða ekki. Í flestum tilfellum er save game editor kannski svindl en það þarf ekki að vera það.
Nákvæmlega. Editorinn er þarna svo fólk geti spilað leikinn nákvæmlega eins og því langar að spila hann. Hvort eitthvað af því sé svindl eða ekki er þeirra mál, en mönnum finnst gaman að því að vinna allt án þess að þurfa að hafa fyrir því þá er það þeirra mál. Svo langar mörgum að setja sjálfan sig í leikinn og jafnvel gera update á leikmannagrunninum.
Bætt við 27. október 2007 - 23:41 meinti “ef mönnum finnst gaman að…..” :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..