Varðandi rauðu spjöldin er algjört happ og glapp þegar maður á að commenta á umdeild rauð spjöld því maður sér ekki brotin. Best er því að segja bara no comment til að lenda ekki í vandræðum.
Hinsvegar með umdeild mörk, hvort sem þau eru dæmd af eða stóðu þegar þau áttu það ekki þá getur maður skoðað það á 2-d pitchinu. Núna var ég að gera jafntefli 1-1 og kom jöfnunarmark andstæðingsins í 93' mín. Ég skoða þetta auðvitað því mínir menn ekki sáttir með að það skyldi standa. Þegar ég skoða það er alveg augljóst að þetta hafi verið rangstaða þannig að í svari mínu er ég brjálaður við dómarann.
Svo fæ ég aðvörun frá FA. Skil ekkert í því og skoða þetta því aftur. Maðurinn sem skoraði er ekki rangstæður en maðurinn sem lagði upp markið er það þegar hann fékk boltann og átti því að vera rangstæður. Þannig að þetta er galli í FM að skilja það ekki og er ég mjög fúll:(
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”