Ég má til með að segja ykkur hvað mér tókst með þessari “aðferð” í dag.
Ég er núna með Ajax og er kominn á annað tímabil. Ég keypti Eið frá Chelsea á £4m um mitt fyrsta tímabil en fannst hann ekki hafa staðið sig næganlega vel. Auk þess sem ég vildi svona markamaskínu í liðið. Svo ég setti kauða á sölulista og mörg lið sýndu honum áhuga en þó kom aðeins eitt tilboð. Það hljóðaði uppá £5m og var frá Newcastle (hann var metinn á u.þ.b. £5m). Ég negotiataði uppí £15m. Þeir hættu við.
Ca. mánuði seinna hafði enn ekkert boð komið í hann svo að ég lækkaði verðið í £0 og ekki leið að löngu uns Newcastle buðu £0 í hann. Ég klikkaði á “Excange” hnappinn og reyndi að fá Kieron Dyer í staðinn. Hann var að vísu ekki dýrasti leikmaðurinn sem vildi koma í staðin fyrir Eið, en hann var tvímælalaust sá besti. Stuttu seinna komu þeir með gagntilboð sem hljóðaði upp á £11m! Ég trúði varla eigin augum og samþykkti auðvitað strax!
Ég vona að þessi saga hafi varpað einhverju ljósi á þessa “aðferð”, Rain (og einhverjir fleiri ef því er að skipta)…<br><br>——————————
<a href="
http://kasmir.hugi.is/Hvati“ target=”_blank">Tékkaðu á síðunni minni…</a