Þannig er mál með vexti að ég er með United. Tevez er í vandræðum með að aðlagast lífinu í Manchester og vill fara. Ég ætla þá að kaupa góðan striker sem skorar mikið til að fylla í skarðið.
Er búinn að bjóða í Obafemi Martins og Andy Johnson, fékk jákvætt svar við báðum tilboðunum sem hljóðuðu upp á 12-13M minnir mig.
Er búinn að bjóða þeim samning, báðir búnir að samþykkja, en núna eru báðir samningarnir í bið eftir staðfestingu (þeas ég "delay-aði).
Martins er aðeins betri tæknilega og líkamlega séð. En Andy Johnson hinsvegar hefur sannað sig sem markaskorara, sem Martins hefur aldrei gert.
Nú er bara spurninginn hvorn ég á að spreða í, hvorn ætti ég að velja?