Ég er í miklum vandræðum, málið er að ég er að spila með Newcastle og það er farið að ganga á afturfótunum hjá mér.
Þegar ég byrjaði að spila gekk mér mjög illa og var neðarlega á stigatöflunni í byrjum seasonsins, aðalega vegna þess að ég var að prófa ýmsar taktíkur. Svo ákvað ég að prófa taktíkina hans wbdaz.

Þá fór allt að ganga upp. Ég vann hvern leikinn á fætur öðrum og var nánast óstöðvandi í lok leiktíar, þrátt fyir að vera með ekkert sérstaka leikmenn. Ég endaði í 5.sæti og var nokkuð ánægður. Svo kaupi ég nokkra hörku góða leikmenn fyrir næsta season og byrja að spila af miklum ákafa.

Seasonið byrjaði eins og hitt endaði ég var taplaus í næstum 15 leiki og var í 1.sæti og allt leit út fyrir að ég myndi slátra deildinni en svo gerðist það. Allt í einu fór allt að ganga á afturfótunum og ég er búinn að tapa slatta af leikjum er kominn niður í 6.sæti og það lítur ekki út fyrir að það fari neitt að skána :(

Ég skil ekki hvað getur verið að, en ég heyrði það einhvertíma hér á Huga að ef að þú spilaðir sömu taktíkuna lengi þá myndi tölvan cracka hana og læra á hana. Mig minnir að það hafi líka verið sagt að maður ætti að reyna að breyta taktíkinn einhvern veginn á milli seasona en ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að gera það, þetta er það eins sem að mér dettur í hug að gæti verið að.
Ég verð að fá hjálp sem fyrst áður en að ég fer að verða eins og ég var í byrjun fyrstu leiktíðar…