Langar að spyrja ykkur út í hvað eru verstu mistök sem þið hafið gert í reiðisköstum út í FM leik? Mitt var klárlega áðan! Ég er yfirleitt mjög rólegur í tölvuleikjum og á erfitt með að reiðast þannig að ég skaði e-ð.
Ég sit hér í fartölvunni rafmagnslaus í herberginu því ég var e-ð pirraður eftir slakt gengi míns liðs og hélt að það væri e-ð voða saklaust að taka derhúfuna og grýta henni aftur fyrir mig en þá skýst hún beint í ljósið og allt rafmagn í herberginu er úti, og ekki liggur einn einasti kapall á rafmagnstöflunni niðri :S veit ekki hvernig ég ætti að fá rafmagn aftur :S Væri til í að fá snögg ráð, á bara 3 korter ca. eftir af batteríinu í fartölvunni..
Bætt við 25. júní 2007 - 14:09
Þetta er þó komið í lag núna :) Þurfti bara að kíkja á rafmagnstöfluna, slá rafmagnið á herberginu út og inn aftur :)
