Ég er einfaldlega að bilast hérna!.. ég er með Liverpool á fyrsta tímabili og búinn að kaupa 4 leikmenn held ég. Guardado, Kevin Larsen, Jo og Nani.

Það virðist vera alveg sama hvað leikkerfi ég nota.. ég get ekki unnið!.. ég er búinn að vinna 4 leiki og 2 jafntefli af 12 í deildinni og sit með sárt enni í 13. sæti! Í meistaradeildinni var ég heppinn að fá léttan riðil og eina liðið sem ég virðist ekki geta unnið þar er PSV en annars er ég í 2. sæti eftir 4 leiki jafn Olympiakos í 3. sæti.

Er einhver sem getur sagt mér eitthvað killer kerfi með þeim, ég virðist bara ekki ætla að finna það!

Byrjunarliðið er núna í 4-4-2 með kantana hlaupa í amr/l og annar miðju maðurinn hleypur í amc og hinn aftur í dmc.

Reina
Carragher-Palleta-Agger-Aurelio/Insúa/Larsen
Nani-Alonso/Mascherano-Gerrard-Guardado/Gonzáles
Jo-Kuyt

Bætt við 18. júní 2007 - 13:49
Ég er búinn að komast að því hvert vandamálið var. Reina var í markinu, hann er víst ekki nógu góður þarna, hann meiddist og setti Dudek í markið og hann ver bókstaflega allt.. er búinn að halda hreinu í 4 leikjum sem ég vann alla.. móti Manchester Utd, Chelsea Tottenham og Chievo í meistaradeildinni:)