Þrátt fyrir þessa mánaðarlegu afborganir tapa ég yfir milljón á mánuði. Ástæðan er ekki há laun leikmanna heldur bónusarnir. Skal gefa dæmi:
Buffon fær 67þús í laun á viku. Bónusarnir hans er þannig að hann fær 6750 fyrir að taka þátt í leik, 16750 ef hann vinnur hann og 20þús ef hann heldur markinu hreinu..
Del Piero fær 72þús á viku. Bónusarnir hans eru þannig að hann fær 7250 fyrir að taka þátt, 7250 fyrir að skora og 18þús ef leikurinn er unninn.
Segjum að ég keppi einn leik þessa vikuna og vinn leikinn 2-0 þar sem Del Piero skorar eitt mark. Þá þarf ég að greiða þessum tveimur mönnum eftirfarandi upphæð:
67000+6750+16750+20000+72000+7250+7250+18000= 215þúsund pund!
Eins og staðan er núna er ég efstur í deildinni eftir 14 leiki. Ég hef unnið 13 af þeim og Buffon haldið markinu hreinu í 12 leikjum. Markatalan mín er 39-2 og er Del Piero markahæstur í liðinu.
Samkvæmt þessu eru þessir tveir leikmenn líklegast launahæstu leikmenn heims og þeir spila í 2. deildinni á Ítalíu :|
Hvernig haldið þið að fjárhagurinn minn verður undir lok tímabilsins ef þessi velgengni heldur áfram? :S
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”