Feeder club er svona “dótturklúbbur” félags, alveg eins og Parent club er andstæðan, eða “móðurklúbbur” félags (Megið svosem alveg nota sonar og pabba ;) )
Ég ætla að reyna að útskýra eftir minni bestu getu, endinlega leiðréttið villur og bætið við það sem ég gleymi
#1. Hvernig það virkar ?
Þetta eru tengsl milli félaga sem þau bæði græða vanalega á, það eru nokkur mismunandi tengsl til.
Til dæmis þá er “lánartengsl”, þá er stærra liðið með samning við minna liðið að geta sent hvern sem er til þeirra að láni, til dæmis gæti Leeds verið með Arsenal sem Parent Club og þá gæti Arsenal sent menn til Leeds að láni og Leeds gæti spilað þá ef þeir vilja. Þetta er algjört must þegar maður spilar í neðri deildum og bjarga þessi lán manni oft.
Svo eru það “peningatengsl”, þá eru það vanalega klúbbar frá Bandaríkjunum eða Kína (japan? einhvernstaðar þaðan), þá eru tenglsin í raun í auglýsingaskyni. T.d. segjum bara að liðið Dynamo og Liverpool hafi svona samning þá hagnast bæði útaf sölu á varing frá liðunum, hlutir tengdir Liverppol seljast betur í bandaríkjunum og hlutir frá Dynamo betur í englandi. (Í leiknum FM má sjá 10-30 milljóna aukningu á Merchendise)
Í þriðjalagi er það “atvinnuleyfistengsl” (datt ekkert betra orð í hug). Í alvöru má nefna Man Utd og Antwerp. Menn utan Evrópu þurfa atvinnuleyfi í Englandi til að spila, ef þeir fá það ekki þá mega lið samt fá þá, þeir mega bara ekki spila. Þá getur lið vanalega sent þá til svona “atvinnuleyfi-dótturklúbbs” sem er oftast staðsettur í Belgíu, þar þurfa þeir ekki atvinnuleyfi og mega spila þar að vild. Þegar þeir hafa búið þar í 3 ár þá fá þeir Belgískann ríkisborgara rétt og teljast þá sem evrópskir ríkisborgarar, þar með þurfa þeir ekki atvinnuleyfi í englandi og mega loks spila þar.
#2. Hvernig reddarðu þér því ?
Þú getur farið í “Board Room” í leiknum og farið þar í að biðja stjórnina um eitthvað, þar er valmöguleikinn “Request a feeder/parent club” eða eitthvað álíka. Þú færð svo einhverjum dögum/vikum seinna val um 3-4 klúbba sem þú velur sjálfur úr, ef stjórnin er tilbúin að taka við nýjum feeder/parent klúbbi.
Ef þú hafnar þessum klúbbum sem er boðið þér, þá geturðu sótt um aftur eftir 2 mánuði, ef þú samþykkir samstarf við klúbb, þá geturðu sótt aftur um eftir 6 mánuði.
#3. Og hvað græðirðu á því ?
Ég nefndi mikið í #1, en það má bæta við að Parent klúbburinn borgar Feeder klúbbnum alltaf x mikla upphæð á ári, þetta er vanalega á milli 10þús og 150þús punda. En getur verið á milli 2-3 milljónir punda ef þetta er “peningatengsl” (sem borgar sig samt, því þetta er einu sinni á ári en vörukosnaður út í heim getur skilað þér meira en tífalt það)
Þannig að ef þú ert “feeder” klúbburinn þá færðu árlega pening frá “parent” klúbbinum.
Þú græðir líka á að fá evrópskann ríkisborgararétt á leikmen sem þú gætir annars ekki notað.
GEtur sent menn í lán til að leyfa þeim að spila, oft gott með unga leikmenn
Þetta er svona about it, það sem ég man í augnablikinu, nú er ég farinn aðp sofa :D
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!