Jæja, ég bjó mér til friendly League og bauð Liverpool Res. Liverpool u18 og svo einhverju skíta liði úr utandeild, ég geri þetta á hverju ári.
Jæja, ég er að keppa á móti Liverpool Reserves og ég vinn 2-1 en mitt lið fær 3 rauð spjöld og Reserves fá 2 og allt er þetta fyrir slagsmál.
Svo fæ ég póst um hin og þessi bönn og alltílagi með það þar sem þetta voru síðistu friendly leikirnir á tímabilinu, en neinei, núna eru 2 lykilmenn bannaðir í 8 mánuði fyrir slagsmálin í ÖLLUM keppnum, er það eðlilegt? Ég hélt þetta gilti bara fyrir Friendly.
Og það sem betra er, Moussa Cissé, sóknarmaðurinn minn sem skoraði 56 mörk á síðasta tímabili, hann var fótbrotinn. Þetta er ekki eðlilegur leikur…
Bætt við 22. apríl 2007 - 15:37
Arsenal féll þó, ég get huggað mig við það :P