Sparkid.net og Treyjur.is kynna FM Challenge!
http://www.sparkid.net/forum/index.php?&showtopic=27 - Skráning fer fram hérna.
Jæja, Þá er komið að fyrsta Football Manager challange-inu eða áskorun eins og þetta heitir víst á góðri íslensku. Takmarkið okkar er að reyna að koma þessu þannig að challangeinu verði lokið áður en skólinn byrjar aftur eftir páskafrí svo þetta fari nú ekki að trufla próflesturinn hjá þeim sem eru að fara í samrændu, þannig deadlineið verður frekar stutt en flestir eru nú í páskafríi þannig það kemur ekki að sök.
Reglur:
* Sýna þarf screenshot til að staðfesta árangurinn. Screenshot verður að sýna á ákveðnum tímum eins og kemur fram neðar.
* Allir skulu stjórna sama liði í sömu deild.
* Notast verður við Patch 7.0.2 eða nýrri
* Aðeins má notast við Football Manager 2007
* Bannað er að nota FM Scout
* Bannað er að skipta um lið
* Bannað að kaupa á 1. tímabili
* Má taka á leigu
* Og auðvitað er bannað að svindla
Stillingar:
Database: Large
Lið: Aston Villa
Deild: Enska Prim
Load All players from: Þú ræður
Fjöldi tímabila: 2
Sýna þarf screenshot:
* Af kaupum og sölum þegar félagsskiptiglugginn lokast í September
* Af kaupum og sölum þegar félagsskiptiglugginn lokast í Janúar
* Af lánuðum leikmönnum (bæði inn og út) í lok September og Janúarglugga.
* Lokastöðu í deild
Fyrirkomulag/takmark
Spiluð eru 2 season með liðinu Aston Villa og er takmarkið að safna sem flestum stigum í deild en aðrir bikarar gefa eftirfarandi:
FA Cup: 10 auka stig
League Cup: 5 auka stig
UEFA/CL: 25 auka stig
Sá sem fær flestu stigin vinnur auðvitað og ef það verður jafnt verður bráðabani sem er 1/2 tímabil (líkur 1.jan) og þá gildir hvert skorað mark í deild sem stig og er það lagt við stigafjöldann sem viðkomandi fær í deildinni.
Dæmi:
Aðili A og B eru að keppa í bráðabana. A er með 39 stig í deildini og hefur skorað 45 mörk sem er samtals: 84 stig (stig í deild + mörk)
Bannað er að kaupa leikmenn á 1.tímabili en þó má taka menn til láns. Á öðru tímabili má kaupa leikmenn. Það má selja leikmenn bæði tímabilin og senda á lán.
Rúsínan í pylsuendanum
Sigurvegarinn fær í verðlaun landsliðstreyju okkar Íslendinga í boði Treyjur.is!!!