Í annað skiptið á löngum tíma hrynur upp úr þurru FM2007 hjá mér. Ég gjörsamlega fyrirlýt auto save fítusinn og ég var búinn að sitja í tvo klukkutíma við skjáinn án þess að save'a þegar þetta gerðist…
Gerist ekki mikið verra.

En í villuskilaboðunum var nefnt að report hefði verið skapað í FM07 foldernum í My Documents og finn ég þar tvær skrár.
D:\Documents and Settings\pleh\My Documents\Sports Interactive\Football Manager 2007\crash dumps
FM 2007 v7.0.1.92347 (2007.01.28 20.01.29).dmp
FM 2007 v7.0.1.92347 (2007.04.03 20.41.05).dmp

Að opna þessar skrár í notepad skilar mér engu. Þetta er ógeðfelt vandamál sem ég vill finna lausn á. Kannast einhver við þetta?