Hvað finnst ykkur, 01-02 spilurum vera sá besti á free transfer?
Að mínu mati;
Af “góðu” gaurunum, þá eru Jairo Fernando Castillo, Kiko, Josep Guardiola og Ljubo Kovacevic bestir
Af efnilegum leikmönnum eru Daniel Nardiello, David Fox, Kieran Richardson, Johnathan Milner, Luca Dalla Vecchia, Ricardo Jorge, Kenny Veerhoeven(samt er hann vælandi yfir því að honum finnist erfitt að aðlagast allsstaðar nema í BeneLux löndunum), Arriki Afriye, Carl Valeri, Matoko Kakuta(reyndar misjafn, getur orðið sjúkur ef maður er ekki að láta hann rotna í varaliðinu), Custódio og Miguel Cáceres.
Einnig má til gamans geta að Carlos Tévez og Javier Mascherano eru leikmenn sem maður verður að fá í liðið sitt ef maður getur. En aðeins ef maður er að spila í Argentínu - gott ráð að vera með aðra deild með í grunni ef maður vill þjálfa þá fyrir evrópu í nokkur ár t.d..
Einnig eru fleiri miðjumoðsleikmenn á Free Transfer sem standa sig ágætlega, t.d Jersson Amur González, Gonzalo Sorondo og Daniel Fonseca sem maður getur oft fengið.
Allavega, 01-02 spilarar, hvað finnst ykkur?