Taktík og uppstilling fer algerlega eftir því hvernig bolta þú vilt spila.
Það er engin ein taktík betri en önnur (vissulega eru til gallaðar taktíkur) með ákveðnu liði. Það er ekki hægt að segja að þessi eða hin taktíkin sé betri með þessu eða hinu liðinu.
Taktík er eitthvað sem maður verður að finna út úr sjálfur, hvernig bolta viltu spila og hvaða mannskap hefurðu, láta taktíkina taka mið af mannskapnum (ef þú ert með 5 heimsklassa framherja að þá er sjálfsagt að nota uppstillingu með 3 eða fleiri framherjum og svo framvegis).
Síðan virkar aldrei bara ein taktík, mismunandi andstæðingar kalla á mismunandi taktík, vissulega er hægt að vera með eina taktík í grunn en það er della að taka ekkert mið af andstæðingnum þegar keppa á leik, til dæmis með allskonar litlum stillingum og svoleiðis. Ég mæli með að menn noti að minnsta kosti 2 taktíkur, tala nú ekki um ef þú ert ekki besta lið í heimi þá er fínt að hafa eina sóknvæna og eina varnarvæna taktík.