Okey ég er svo ótrúlega pirraður og svekktur.
Þannig er mál með vexti að ég er Doncaster og var að vinna deildina með 11 stigum og var í Janúar, allt í einu fer ég í fixtures og ég sé ekki fleiri deildarleiki, ég spilaði síðasta deildarleik 10 JANÚAR, núna er 10 MARS.
Þetta er svona í öllum ensku deildunum, einu keppnirnar sem eru í gangi eru þessar bikarkeppnir, Meistaradeildin og UEFA Cup.
Ég ætla rétt að vona ég fái að fara upp og þetta lagist því mér var að ganga svo fáranlega vel að ég nenni ekki að byrja uppá nýtt, hef aldrei lent í einhverjum svona galla.. bara rugl.