Það er böggandi ‘galli’ í FM 2007. Líklega er þetta bara í þessu save-i sem ég er að spila núna því það er eina save-ið sem ég á sem ég byrjaði án Patch.
Málið er að á fyrsta tímabili lánaði ég Paul Anderson til Hearts. Núna er ég við það að klára 4 tímabil og hann er kominn í enska landsliðið og læti, ég nota hann líka slatta.
En hann keppir alltaf með Hearts líka þótt hann sé ekkert í láni né samningsbundinn við þá.
Hann meiðist stundum hjá þeim og stundum get ég ekki notað hann því hann er nú þegar buin að keppa fyrir Hearts þann dag!
Hefur einhver ykkar lent í þessu?
Ef svo er þá væri gott að fá ráð til að laga það!