Er ekki alveg að skilja þig. Ertu að meina að spila sama saveið lengi? Allavega þá er ég kominn á tímabil 2012/2013 núna og er ekkert að fara að hætta í bráð held ég :) Síðan var ég með Bandarísku Samóaeyjar(American Samoa)til 2015 minnir mig í FM'07.
Strákar nota toppstykkið. Já ég hef prófað að nota ekki Real Players og það var mjög gaman sko. Ég gerði það reyndar bara einusinni í CM01/02 eða einhvað. Það var mjög fyndið sko, man eftir því að það var vangefið góður gaur í United sem hét einhvað Sean Stevens, hann var bestur í leiknum :D
get ekki séð að það sé gaman… einsog að spila PES, fifa á náttlega réttin á öllum aðal nöfnunum og pes er alltaf með fake lið og fake menn… sem er úber leiðinlegt.
Þetta eru náttúrulega allt sömu leikmennirnir nema önnur nöfn. Til að mynda er einn Íslendingur í Barcelona hjá mér sem heitir Egill Ólafsson og er númer 7 og spilar sömu stöður og Eiður og er með alveg sömu tölur. Tilviljun? :)
Bætt við 16. mars 2007 - 18:15 Samt eru ekki allir leikmennirnir eins… til dæmis er “Robbie Fowler” gaurinn í Liverpool með 20 í Acceleration og 19 í Pace, en er samt númer 9 og jafngamall Fowler.
Já það eru sumir sem eiga enga samsvörun í Real Players. Til að mynda gaur í Arsenal í þessu seivi hjá mér sem var innilega alhliða leikmaður. 16 og yfir í öllu nema Finishing þar sem hann var með 14, og hann var DMC, AMC. Og já, hann var frá Nýja Sjálandi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..