Eins og svarið á undan mér gefur til kynna þá höfum við reynt að hafa ca. 2 daga flæði á myndunum og það mun ekkert breytast í náinni framtíð. Um leið og við ákveðum að samþykkja 5 myndir á dag, eins og á mörgum öðrum áhugamálum, þá byrjið þið að röfla um að myndirnar ykkar fái enga athygli, því auðvitað fær bara ein mynd að vera á manager forsíðunni í einu. Auk þess er í raun ekki hægt að líkja myndunum hérna saman við t.d. myndunum á rómantík (tek þetta dæmi þar sem ég er einnig stjórnandi þar) vegna þess að þar eru myndirnar bara af rósum eða fólki að kyssast, hérna eru þær hins vegar screenshots og hafa miki meiri “merkingu”, ef þið skiljið hvað ég á við..
Korkar eins og þessir koma alltaf á nokkurra mánaða fresti og mér finnst það alltaf jafn fyndið því ég tek þá í flestum skiptum 0% alvarlega. Vanalega tek ég ábendingar og skoðanir hins almenna hugara til mín og reyni að vinna úr þeim, en í svona tilfellum þá er það bara ekki hægt. Ef þú værir vanur á þessu áhugamáli og hefðir þar af leiðandi fullan rétt til að koma með ábendingar, þá hefðirðu ekki búið þennan kork til því þú hefðir séð “copy” af honum 100 sinnum áður. Því miður þá getum við ekki sinnt öllum þeim sem koma hingað inn 3 sinnum á ári röflandi út af engu. Þeir sem hafa eitthvað vit og reynslu af manager og þessu áhugamáli eru nánast allir sammála um að flæðið sem við erum með sé mjög gott, ég bendi til að mynda á notandann í svarinu fyrir ofan mitt.
Nú vonast ég til þess að svona korkur eigi ekki eftir að koma aftur fyrr en á næsta ári (ein bjartsýn) en ég vil einnig benda á að allar svona ábendingar og skoðanir varðandi áhugamálið, sem krefjast ekki skoðanaumræðu annarra notanda, eiga best heima í einkaskilaboðum til okkur stjórnandanna. Þar komast þær best til skila og ég lofa því hér með að ég mun taka allar ábendingar og skoðanir til greina sem verða sendar til mín á þroskaðan hátt í gegnum einaskilaboðin (því það hef ég alltaf gert og mun það ekki breytast).