Mig langar bara að benda ykkur cm aðdáendum á það að það er bannað að biðja um warez hér á hugi.is.
Þetta eru bara einhverjar reglur sem vef og/eða ritstjórinn setti. Það er ekki eins og ég vilji banna ykkur þetta, heldur vil ég forða ykkur frá því að verða bannaðir á huga.
Tekið af hugi.is/windows:
“Athugið að allt warez/serial tengt er ekki leyft á Huga. Enda er allt slíkt bannað með lögum. Allir þeir sem senda inn greinar eða pósta á korka tengt slíku efni (að sækjast eftir þ.e.) verða bannaðir.”
Þó að flestir notendur (þ.á.m ég) væru til í að hafa bara sér áhugamál fyrir cracks, serials og annað warez, þá er það bara ekki möguleiki.
Ég veit ekki hvort síminn myndi vilja vera þekktur fyrir að halda úti síðu sem er þekkt fyrir ólöglega hluti.
En það getur enginn bannað ykkur að skiptast á svona hlutum í e-mail eða sbr.
En allavega, sleppið að spyrja um svona á hugi.is ef þið viljið ekki verða bannaðir/ar.