Eina rétta svarið er það sem WoodenEagle sagði, byrja með “slök” lið þar sem þarf að hafa smá fyrir hlutunum. Svo er oft gott að skoða meðaleinkunnir og markaskorun leikmanna í deildinni sem þú ert í, deildinni fyrir neðan eða deildum sem eru í svipuðum styrkleika í öðrum löndum og reyna að kaupa þá sem eru að skila flottum einkunnum.
Velja kannski meðal gott, lið í Premiership eða Championship og gera góða hluti með þau. West Ham, West Brom, Leeds og Norwich eru fín.
Svo er oft gott að skoða velli liðanna, velja lið með ágætlega gott æfingasvæði og ekki skemmir ef völlurinn er sæmilega stór svo að það þurfi ekki að eyða peningum í að stækka hann.
Þetta eru svona nokkrir punktar með gott fyrsta lið.