[quote="Grein frá mér síðan í september]1.1.: Þá ferðu að fara inná
http://www.portforward.com/english/applications/port_forwarding/FBMan2006/FBMan2006index.htm ath. þetta er samt bara fyrir FM 2006, ef þú vilt e-n annan leik ferðu hingað í staðin og finnur svo routerinn
þarna er listi af routerum, finndu routerinn þinn í þessum lista, ef þú
ert ekki viss hvernig router þú ert með þá stendur það á routernum sjálfum
undir eða ofaná eða hvar sem er á honum, ég veit það ekki alveg. Það eru
sitthvorar tölurnar sem þú átt að stimpla inn í address uppi eftir
routerum, á leiðbeiningunum á routernum þínum stendur talan í 1. skrefi,
farðu upp í address og skrifaðu hana niður og ýttu á Enter.
1.2.: Þá poppar upp kassi þar sem þú loggar þig inná routerinn þinn,
stimplaðu inn aðgangsorð og notandanafn (Mjög algengt er að notandanafnið
sé admin en að vísu er það ekkert alltaf admin)
Svo veit ég ekki meir þar sem ég veit ekki hvernig router þið eruð með en
þær upplýsingar færðu á síðunni sem ég benti ykkur á áðan
2.1.: Static IP: Ég geri ráð fyrir að flestir hér séu við tölvu sem notast við Windows XP svo að ég skrifa upplýsingar um hvernig á að gera þetta á XP tölvum.
Opnaðu start hnappinn og ýttu á run. Skrifaðu í reitinn
command. Þar poppar upp svartur gluggi og í hann áttu að skrifa
ipconfig/all þá koma upplýsingar, þetta notaru ekki strax en geymdu þennan
glugga, ekki x-a hann. Farðu núna í Control Panel, þar næst smelliru á
network connections, þarna koma einhverjar mögulegar nettengingar, finndu
tenginguna sem þú notar til að komast á netið, ef þú ert ekki viss,
prófaðu að hægri smella á einhverja þeirra og ýta á disable og kíkja á
netið, ef engin síða birtist þá er þetta tengingin sem þú ætlar að nota,
hægri klikkaðu aftur og enable. Svo hægri klikkaru á þessa tengingu og
ýtir á properties, ef svona skjár birtist:
þá áttu að ýta á
properties. Svo er þar neðarlega líklega eitthvað sem heitir Internet
Protocol og ýtir þar á properties, þar kemur svona gluggi upp: nema ekki með þessum
númerum, þetta er líklega autt. Þarna opnaru upp hinn gluggan sem ég sagði
ykkur að opna áðan, þar standa upplýsingarnar sem þið eigið að skrifa í þessa
reiti.
3.1.: Þú startar FM, s.s. sá sem opnaði portin.. Og loadar upp leiknum, svo ýtiru á options og preferences og hakar í run as server. Þar næst ýtiru á confirm, þá sérðu í Options + Game Status, IP töluna þína, sá sem á að koma í leikinn á að fá hana senda til sín í gegnum MSN, Yahoo eða bara hvernig sem er, skiptir ekki öllu, aðalatriðið að hann fái þessa IP tölu. Hann loadar upp FM og þar stendur á forsíðunni "network" og svo ýtir hann á "join other server" og slær inn IP töluna og þá ætti viðkomandi að vera kominn inn..... :)
[/quote]