Ég var bara að taka eftir því rétt áðan að liðið Schalke 04 er ekki til einu seivanna minna í FM 07, í staðin er komið Gelsenkirchen (borgin sem Schalke er frá), auðvitað með sömu leikmenn og allt það.

Eftir þetta fór ég að grennslast fyrir og fann í sumum seivum hét liðið Schalke en í sumum hét það Gelsenkirchen. Nú veit ég að það er eitthvað nafnavesen með þýskaland og því heita liðin oftast bara eftir borginni sem þau koma frá, en ég fann þetta nefnilega með báðum nöfnum, það finnst mér furðulegt.

Hefur einhver annar tekið eftir þessu? Eða kannski með skýringu á þessu?

mynd:
http://img165.imageshack.us/img165/1792/gelsenkirchenyn7.png