Þetta er þannig að ef þú ert stórt lið að þá færðu þér svona feeder lið, sem þú ert í samstarfi við, það eru til nokkrar gerðir af svona samningum en þær sem ég hef séð eru:
1. til að senda leikmenn í lán og eiga forkaupsrétt á leikmönnum úr feeder liði, það er að segja ef þú vilt geturðu sent leikmenn frá þér á lán til feeder liðsins, þetta er mun einfaldari prósess en þegar menn fara í venjuleg lán, yfirleitt bara samþykkt strax (svona svipað eins og setja menn í varalið nema aðeins stærra). Síðan áttu líka forkaupsrétt á leikmönnum frá feeder liðinu, ef að annað lið býður í leikmann feeder liðsins og boðið samþykkt að þá verða þeir að samþykkja sama boð frá þínu liði.
2. Til að forðast atvinnuleyfisreglur, þetta er vinsælt, ef þú ert til dæmis í englandi að þá geturðu fengið þér feeder til frá t.d. Belgíu þar sem þar eru engar work permit reglur, síðan geturðu keypt menn sem venjulega fengu ekki atvinnuleyfi og sent þá strax á lán til feeder liðsins þangað til þeir fá atvinnuleyfi (ég veit ekki hve lengi það þarf að vera).
3. Markaðsetnging, þetta er öflugt tæki, getur fengið þér feeder lið í Asíu eða USA og þá stórhækka auglýsingatekjur, þetta er svona svipað og Man UTd og Real hafa verið að gera upp á síðkastið, fara í herferðir til Asíu og USA og raka inn milljónum.
Þetta eru svona þessir helstu tilgangar þess að eiga sér feeder lið.
Síðan ef þú ert lítið lið að þá geturðu sjálfur orðið svona feeder lið, og átt þá “parent club” sem er væntanlega eitthvað stærra lið.