Sælt veri fólkið.
Ég keypti mér FM07 fyrir nokkrum dögum. Til að byrja með virkaði hann ágætlega, ég setti leikinn upp og startaði seivi. Prufaði svo leikinn aðeins en þurfti að fara fljótlega eftir að ég var byrjaður. Þannig að ég komst ekki lengra en nokkra daga í leiknum.
Vandamálið er svo að næst þegar ég fór í leikinn fraus hann. Ekki tölvan, heldur leikurinn. Og hann gerir þetta alltaf núna, sama hvort ég lódi seiv eða starti nýju.
Hvað er að? Er tölvan ekki að höndla leikinn?
P.S: ég prufaði að velja small í database en það virkaði ekki heldur.