Jæja þá er save-ið mitt sem ég hef spilað ónýtt fyrir mér:/

Var að klára 2. tímabilið með Atl. Madrid og endaði það með vonbriðgum. Var nokkurn skonar öfugt við þar 1. því þá var ég alltaf í 7-9 sæti en endaði í 4. en á þessu var ég allan tímann í 4. en endaði í 6!

Leikmenn voru mjög ánægðir og gerði ég allt sem ég gat með þennan hóp. Fyrir þá sem ekki vita eru Atl. Madrid með lítinn pening og engan transfer budget þannig að erfitt er að stækka við sig. Svo bætir það heldur ekki úr skák þegar samningur hálfs liðsins rennur út 2008 og enginn vil semja aftur, næstum enginn.

Vann allavega bikarinn en 6. sætið var algjör hörmung, 4 sigrar í seinustu 15 leikjum S:

Aftur að samningunum, Torres, Pablo og Luccin vildu ekki annan samning og skrifuðu undir annars staðar. Torres og Luccin til Liverpool en Pablo til Milan. Þar með er þetta lið ónýtt því enginn peningur er í þessu, sérstaklega þar ég er ekki í Meistaradeildinni. En já shit happens og maður á ekki að gefast upp.
Já, ég minntist í byrjun á því að save-ið væri ónýtt fyrir mér. Nú útskýri ég af hverju.

Leikurinn var að auto-save-ast sem gerist á mánaðrfresti en þá kom einhver error og *púff* save-ið og autosave-in horfin af tölvunni.

Já þvílíkur endir á þessum tveggja tíma pirring hjá mér:S
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”