Ég glími við vandamál. Ég kemst ekki inn í Football Manager 2007 leikinn minn.
Skyndilega í gær þegar ég ætlaði í hann kom Error Report. Ég reyndi nokkrum sinnum í viðbót og ekkert gekk. Svo reyndi ég aftur í morgun og það hafði ekkert breyst.
Því miður segir tölvan mér ekkert hvað er að, hún segir bara að hún hafi ekki getað keyrt leikinn. Ekki af hverju.
Þess vegna óska ég eftir aðstoð og vona að einhver hafi hugmynd um hvað gæti verið að. Ég vil bara ekki glata save-inu mínu.