Ég er eiginlega á báðum áttum.
Ég lenti í þessu á 1. tímabili með At. Madrid en þá var liðið mitt alls ekki gott, ég var skuldum vafin og einu kaupin sem ég gerði voru kaup á ungum og ódýrum leikmönnum - framtíðarkaupa.
Það tímabil spilaði ég með tempo-ið stillt á quick og gekk það framan af mjög vel. En svo þegar tímabilið var u.þ.b. hálfnað þá byrjuðu allir að meiðast og ég þurfti oft á tíðum að nota gutta úr B og C liðinu til að fylla í skörðin. Þá fór ég nú aðeins að pæla hvort þetta væri mér að kenna, og jú lang fæstir í liðinu mínu voru með háar tölur í stamina, enda ekkert svaka gott lið eins og ég sagði. Ég breytti þessu og þá hætti þetta algjörlega, meiðslin urðu aftur venjuleg.
Ég náði að hanga í 6. sæti í deildinni og nældi mér í Evrópusæti. Fékk töluverðan pening og náði að styrkja liðið og er núna í 1. sæti á 2. tímabili þegar 4 leikir eru eftir.