Þannig er mál með vexti að ég er Liverpool…
Leikmennirnir mínir eru svo aggresívir að ég fæ yfirleitt rautt kort í hverjum einasta leik eftir líkamsárásir frá mínum mönnum.
Núna rétt í þessu var hinn elskulegi Louis García að fá fokkling 10 mánaða bann fyrir að tuska aðeins dómarann til.
Gareth Bale ákvað nú að taka eina tveggja fóta aftan í Seedorf í meistaradeildinni, það var leikurinn á undan Louis García skandalnum.
Cárdanes eða hvað hann nú heitir fékk nú líka rautt kort í leiknum á undan því fyrir smá hamagang.
Svona er þetta endalaust, ég er búinn að fá rauða kortið í síðustu 5 leikjum fyrir líkamsárásir!!
Og auðvitað sektaði ég García um 2 vikna kaup, ég meina hann verður frá í 10 mánuði!.
Þá fæ ég póst frá honum að hann sé nú bara alls ekki sáttur við mig og vill komast frá félaginu.
Er þetta bara mitt lið eða er þetta galli í leiknum?