Já þá er maður búinn að fá sér nýjastu viðbótina í FM seríunni og líkar vel, en eins og oft vill vera í þessum leikjum að þá fylgja honum gallar sem verða yfirleitt lagaði í fyrsta eða öðru patchi, en það er nú ekki það sem ég vill ræða hér heldur er það Editorinn.
Mér finnst hann fremur slappur, þetta nýja look er reyndar flott, stílhreint og svona en sjálfur editorinn er ekkert skemmtilegur. Það er ekki hægt að búa til neitt nema manneskjur, maður gerði það stundum sér til gamans að búa til lið og menn í það, en nú er það ekki lengur hægt. Síðan setti maður inn “Media Source” eins og fotbolti.net og Morgunblaðið en nú er það ekki heldur hægt.
Síðan er heldur ekki hægt að “filtera” leitina, getur bara leitað með nafni, í gömlu leikjunum var hægt að leita eftir földum tölum eins og Current Ability eða Potenial Ability og var þá hægt að koma auga á góða leikmenn (mér er alveg sama þótt einhvejum finnist þetta svindl, það er ekki til umræðu hér).
Ein kvörtun í viðbót að þá er “Offer to clubs” fídusinn bilaður hjá mér, var það reyndar líka í FM06, þeas ég get bara boðið “All Human Clubs” leikmenn, get ekki valið hvaða klúbba ég vil targeta og því er þessi fídus ónýtur, ég veit ekki afhverju þetta er svona hjá mér, veit að þetta virkar annarsstaðar, en ég er á Mac, er einhvar annar á Mac með sama vandamál kannski?
Og hey síðan eitt enn þó það sé ekki kvörtun, er það bara ég eða eru Norðmenn svona virkilega fjölhæfir, ég er með Viking í norsku deildinni og þar geta allir varnarmennirnir spilað allstaðar í vörn og allir miðjumenn geta tekið báða kanntana og svo framvegis. Það er eins og þeir séu allir skyldir Loe Bing náunganum sem er reyndar líka norskur.